Sport

Dag­skráin í dag: Subway-deild karla og Blikar í Sam­bands­deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Sambandsdeildinni í kvöld.
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Sambandsdeildinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik heldur áfram í Sambandsdeildinni í knattspyrnu í dag og mætir Maccabi Tel Aviv frá Ísrael. Þá fara fram fimm leikir í Subway-deild karla og verður Skiptiborðið á sínum stað í kvöld.

Stöð 2 Sport

Skiptiborðið fer í loftið klukkan 19:00 en þar verður sýnt frá því sem gerist í öllum leikjum kvöldsins í Subway-deild karla. Subway Tilþrifin verða í beinni klukkan 21:20 en þar verða leikir kvöldsins greindir í þaula.

Stöð 2 Sport 3

Leikur Liverpool og LASK í Evrópudeildinni verður sýndur beint klukkan 19:50 en þar getur Liverpool tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.

Stöð 2 Sport 4

Færeyska liðið Klaksvík er fyrsta liðið sem tekur þátt í riðlakeppni í Evrópukeppni og þeir taka á móti Slovan Bratislava á heimavelli sínum í kvöld. Útsending hefst klukkan 17:35.

Klukkan 19:50 verður leikur Ragners og Aris Limassol í Evrópudeildinni sýndur.

Stöð 2 Sport 5

Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli. Útsending frá leiknum hefst klukkan 13:00.

Klukkan 19:05 verður leikur Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls í Subway-deildinni sýndur beint.

Stöð 2 Esport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO verður á sínum stað í kvöld en útsending hefst klukkan 19:15.

Vodafone Sport

Leikur Backa Topola og West Ham í Evrópudeildinni verður í beinni útsendingu frá klukkan 17:35. Leikur Aston Villa og Legia frá Varsjá í Sambandsdeildinni verður síðan sýndur klukkan 19:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×