Lífið samstarf

Jólaálfur SÁÁ tók strætó til byggða

SÁÁ
Álfasala SÁÁ hefst í dag, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna.
Álfasala SÁÁ hefst í dag, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti í strætóskýlið við Lækjartorg til að taka á móti Jólaálfi SÁÁ, sem að þessu sinni kom til byggða með strætó.

Samferða Jólaálfinum í strætó voru Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ, Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó og Ásgerður Erla Haraldsdóttir starfsmaður SÁÁ sem afhenti ráðherranum Jólaálfinn, sem að þessu sinni er Stúfur.

Aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir góðar undirtektir við Jólaálfunum og nú. Sjálfboðaliðar SÁÁ verða meðal annars á ferðinni í strætó með álfinn til sölu.

Álfasala SÁÁ hefst í dag, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Álfasalan er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna og aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir góðar undirtektir við Jólaálfunum og nú. Sölufólk SÁÁ verður á fjölförnum stöðum um allt land og á völdum dögum um borð í Strætó.

Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ, Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó og Ásgerður Erla Haraldsdóttir starfsmaður SÁÁ

Fleiri fréttir

Sjá meira


×