Sport

Græddi meira á OnlyFans en fyrir að vinna bar­daga í UFC

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ailín Pérez var sæl og glöð eftir sigurinn á Lucie Pudilova.
Ailín Pérez var sæl og glöð eftir sigurinn á Lucie Pudilova. getty/Mike Roach

Argentínsk bardagakonan græddi meira í gegnum OnlyFans aðgang sinn en fyrir að vinna bardaga í UFC.

Ailín Pérez vann öruggan sigur á Lucie Pudilova á UFC Vegas 82 bardagakvöldinu á laugardaginn.

Hún fékk 24 þúsund Bandaríkjadala í verðlaunafé sem er talsvert minna en hún fékk í gegnum OnlyFans aðgang sinn. Hún fékk þrjátíu þúsund Bandaríkjadala í gegnum hann í síðustu viku.

„Ég nýti mér OnlyFans því þar græði ég. Ég gat keypt mér bíl fyrir peninginn sem ég þénaði á OnlyFans,“ sagði Pérez.

„Ég er í UFC því ég elska að berjast. Þetta er áskorun sem ég þarf að takast á við og berst því ég elska það. En ég græði pening í gegnum OnlyFans.“

Pérez hefur unnið tvo af þremur bardögum sínum síðan hún samdi við UFC í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×