Sport

Dag­skráin í dag: Ítalski boltinn, NBA og seinasta tíma­taka tíma­bilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liðsmenn AC Milan taka á móti Fiorentina í kvöld.
Liðsmenn AC Milan taka á móti Fiorentina í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á þrettán beinar útsendingar á þessum seinasta laugardegi nóvembermánaðar.

Stöð 2 Sport 2

Ítalski boltinn á heima á Stöð 2 Sport 2 og í dag verður boðið upp á þrjá leiki í beinni útsendingu. Salernitana tekur á móti Lazio klukkan 13:50 áður en Atalanta og Napoli eigast við klukkan 16:50. Það er svo viðureign AC Milan og Fiorentina sem slær botninn í ítalska boltann í dag, en bein útsending frá þeirri viðureign hefst klukkan 19:35.

Stöð 2 Sport 3

Oklahoma City Thunder og Philadelpha 76ers eigast við í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 22:00.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending frá Andalucia Costa del Sol Open mótinu á LET-mótaröðinni í golfi hefst á slaginu klukkan 13:00.

Stöð 2 eSport

Fjórði dagur BLAST Premier mótaraðarinnar í Counter-Strike verður spilaður í dag og í dag fara undanúrslitin fram. Upphitun fyrir daginn hefst klukkan 13:30 og undanúrslitaviðureignirnar fylgja svo í beit.

Vodafone Sport

Tímabilinu í Formúlu 1 lýkur um helgina og í dag fer því fram síðasta tímataka tímabilsins. Þriðja æfing helgarinnar hefst klukkan 10:25 áður en tímatakan tekur við klukkan 13:55.

Þá verða einnig tvær beinar útsendingar frá Players Championship í pílukasti, sem og leikur í NHL-deildinni í íshokkí þar sem Penguins og Maple Leafs eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×