Var á Íslandi á meðan hálf fjölskyldan fórst í loftárás Bjarki Sigurðsson skrifar 22. nóvember 2023 19:14 Fjölskylda Suleiman. Palestínumaður búsettur á Íslandi missti foreldra sína í loftárás Ísraelshers fyrir mánuði síðan. Systir hans missti fótlegg í árásinni og vonast hann til að hún geti fengið gervifót eða komið hingað til lands. Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira