Afi dæmdi fótboltaleik 3. flokks kvenna þegar enginn dómari mætti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 18:14 Leikur á Faxaflóamóti 3. flokks kvenna, fjórtán og fimmtán ára, fór fram í dag þrátt fyrir að enginn dómari lét sjá sig. Vísir/Vilhelm Afi leikmanns UMF Selfoss stökk inn í hlutverk dómara þegar enginn dómari mætti á leik 3. flokks kvenna í knattspyrnu á Faxaflóamótinu í dag. Foreldri segir atvikið ekki einsdæmi hjá liðinu. Forsvarsmaður Breiðabliks harmar atvikið. Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi. Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi.
Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira