Erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið að komast í undanúrslitin 2024 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í CrossFit Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin hafa tilkynnt fyrirkomulagið í undankeppni heimsleikanna á næsta ári og það er nokkuð um breytingar frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þessu ári. Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast. CrossFit Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira
Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast.
CrossFit Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira