Vilja ekki láta aukna velgengni aftra sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 17:00 Hljómsveitin Inspector Spacetime er þekkt fyrir grípandi dansgólfs smelli. Aðsend „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu,“ segir danssveitin Inspector Spacetime sem hefur verið að gera góða hluti í íslensku tónlistarsenunni síðustu misseri. Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira