Íshokkíheimurinn í áfalli eftir banaslys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 08:00 Leikmenn Anaheim Ducks og Pittsburgh Penguins minnast hér Adam Johnson sem lést eftir slys í leik í Bretlandi. Getty/Harrison Barden Banaslys á íshokkívelli um síðustu helgi gæti breytt ýmsu þegar kemur að öryggismálum í íþróttinni. Þetta segir framkvæmdarstjóri Íshokkísambandsins. Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan. Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45
„Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36
Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43