Innlent

Fimm bíla á­rekstur og Holta­vörðu­heiði lokuð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.
Viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Holtavörðuheiði er lokuð en þar varð fimm bíla árekstur á níunda tímanum í kvöld. Lögregla vinnur nú við hreinsistörf á vettvangi og segir þau munu taka tíma vegna erfiðra aðstæðna á heiðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra voru átta farþegar í bílunum fimm. Slys á fólki voru minni háttar en farþegar voru fluttir á Akranes til aðhlynningar.  

Viðbragðsaðilar athafna sig nú á vettvangi. Samkvæmt lögreglu er ljóst að sú vinna muni taka tíma þar sem erfiðar aðstæður séu á vettvangi.

Mikil þoka er á heiðinni, auk hálku. Að sögn lögreglu munu hreinsunarstörf líklega taka einhverja tvo tíma í viðbót og líklegt að heiðin muni opna aftur í kringum miðnætti. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×