Lífið

Höfundur Simp­sons-lagsins kærður fyrir fleiri kyn­ferðis­brot

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Elfman hefur samið tónlist fyrir meira en tvö hundruð kvikmyndir og sjónvarpsþáttaseríur.
Elfman hefur samið tónlist fyrir meira en tvö hundruð kvikmyndir og sjónvarpsþáttaseríur. EPA

Tvær konur hana nú lagt fram kæru á hendur Bandaríska tónskáldsins Danny Elfman, þar sem hann er sakaður um að misnota stöðu sína í tónlistarbransanum með því að beita þær kynferðisofbeldi.

Elfman er þekktastur fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum The Simpsons og kvikmyndum á borð við Men in Black, Charlie and the Chocolate Factory og Spider-Man. Þá er hann langtímasamstarfsmaður kvikmyndagerðarmannsins Tim Burton og hefur útsett tónlist fyrir frægustu kvikmyndir hans.

Kæra tónlistarkonunnar, sem er ekki nafngreind, á hendur Elfman var lögð fram fyrir hæstarétti í Los Angeles borg á miðvikudag, þremur mánuðum eftir að hann greiddi ungri tónlistarkonu að nafni Nomi Abadi 115 milljónir króna í bætur fyrir vegna kæru hennar fyrir kynferðisbrot sem réttarsátt. 

Talsmaður Elfman sagði við erlenda fréttamiðla á fimmtudag að ásakanir á hendur tónskáldinu væru tilhæfulausar og fáránlegar. Lögfræðingar hans muni hjálpa honum að sanna sakleysi sitt. 

Báðar konurnar sem nú hafa stefnt honum saka hann um svipað athæfi. Abadi sagði hann tvisvar hafa berað sig fyrir framan hana án hennar leyfis. Þá hafi hann stundað sjálfsfróun fyrir framan hana án hennar leyfis. 

Tónlistarkonan segir hann yfir fimm ára tímabil frá 1997-2002, þegar hann var leiðbeinandi hennar við New York Film Academy, hafa sýnt af sér tælandi hegðun, ítrekað klætt sig úr fötunum fyrir framan hana og neytt hana til að gera það sama. Þá hafi hann tamið sér að sofa í sama rúmi og hún og stundað sjálfsfróun á nóttunni án þess að hún vissi. Þegar þau kynntust hafi hann verið 47 ára og hún 21 árs. 

Til stendur að heiðra Elfman á þrjátíu ára afmælistónleikum kvikmyndarinnar The Nightmare Before Christmas í Los Angeles borg síðar í mánuðinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×