Sport

Slógust í Napóleon-búningum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slagsmál í stúkunni settu svip sinn á leik Englands og Fídjí á HM í rúbbí.
Slagsmál í stúkunni settu svip sinn á leik Englands og Fídjí á HM í rúbbí.

Ólæti brutust út í stúkunni fyrir leik Englands og Fídjí á HM í rúbbí meðal manna í grímubúningum.

England vann leikinn, 30-24, og tryggði sér með því sæti í undanúrslitum HM sem fer fram í Frakklandi.

Óeirðir í stúkunni á Stade Velodrome í Marseille settu þó svartan blett á sigur Englands.

Það vakti talsverða athygli að sumir ólátabelgjanna voru klæddir eins Napóleon Frakklandskeisari eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Nokkrir enskir stuðningsmanna voru fjærlægðir úr stúkunni og verða væntanlega hvergi sjáanlegir þegar England mætir Suður-Afríku í undanúrslitum HM á laugardaginn.

Þessi lið mættust í úrslitaleik HM fyrir fjórum árum. Þar höfðu Suður-Afríkumenn betur, 32-12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×