Menning

Norð­maðurinn Jon Fosse hlýtur bók­mennta­verð­laun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Jon Fosse á bómenntahátíðinni í Frankfurt árið 2019.
Jon Fosse á bómenntahátíðinni í Frankfurt árið 2019. Getty

Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.

Sænska akademían greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst klukkan 11, en Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi þann 10. desember.

Í rökstuðningi akademíunnar segir að Fosse hljóti verðlaunin fyrir „frumleg leikrit sín og prósum sem veita hinu ósegjanlegu rödd.“

Jon Fosse hefur verið eitt vinsælasta leikskáld í Evrópu um árabil og hafa nokkur verk eftir hann verið sett upp hér á landi, meðal annars verið Sumardagur sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2006. Árið 2015 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þríleikinn Andvaka, Drauma Ólafs og Kvöldsyfju.

Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlaut verðlaunin á síðasta ári. 

Hægt er að fylgjast með blaðamannafundi sænsku akademíunnar í spilaranum að neðan. 

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023

  • Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 4. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar

Tengdar fréttir

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×