Sport

Vara við því að verkjalyf er nú komið á bannlista íþróttafólks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tramadol Hydrochloride hylki en þetta verkjalyf er nú á bannlistanum.
Tramadol Hydrochloride hylki en þetta verkjalyf er nú á bannlistanum. Getty

Nýr bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar, Wada, hefur nú verið staðfestur og nýtt lyf á listanum hefur vakið athygli.

Wada varar íþróttafólk nú við því að verkjalyfið Tramadol er nú komið á bannlista íþróttafólks.

Tramadol er sterk verkjalyf en er notaða af mörgum.

Tramadol hefur verið bannað í hjólreiðum frá árinu 2019 en frá 1. janúar á næsta ári mun það vera bannað í öllum íþróttum.

Wade hefur orðið vart við það að mikil aukning hefur verið á notkun Tramadol með íþróttafólks þar á meðal í hjólreiðum, rúgby og fótbolta.

Efnið var sett á eftirlitslistann árið 2012.

Wade sendi frá sér yfirlýsingu þar sem farið er nánar yfir hættur þessa að taka inn Tramadol verkjalyfið.

Lyfið er skilgreint sem eiturlyf í mörgum löndum.

Rannsókn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar hefur leitt það í ljós að Tramadol hafi í raun möguleika á því að auka líkamlega getu íþróttafólks í keppni. Það hefur verið því verið sett á nýjasta bannlistann.

Lyf



Fleiri fréttir

Sjá meira


×