Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­meistararnir í Garða­bæ, Gló­dís Perla, Stúkan og Hliðar­línan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Elís Þrándarson og félagar í Víking eru í beinni.
Aron Elís Þrándarson og félagar í Víking eru í beinni. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum líka fína mánudegi. Boðið er upp á íslenskan, ítalskan og þýskan fótbolta. Þá fer Stúkan yfir umferðina í Bestu deild karla í knattspyrnu og sjónvarpsþátturinn Hliðarlínan er á dagskrá.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 19.00 hefst útsending frá Garðabæ þar sem heimamenn í Stjörnunni taka á móti Íslandsmeistaraliði Víkings.
  • Stúkan er á dagskrá 21.25. Þar verður farið yfir leik kvöldsins í Bestu deildinni sem og alla hina leikina.
  • Klukkan 22.55 er Hliðarlínan á dagskrá. Um er að ræða þátt sem fjalla um börn í íþróttum og foreldra þeirra.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 16.20 er leikur Torino og Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá.
  • Klukkan 18.35 er komið að leik Fiorentina og Cagliari í sömu deild.

Vodafone Sport

  • Klukkan 17.25 taka Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Þýskalandsmeistaraliði Bayern München á móti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
  • Klukkan 19.30 er 1. umferð á World Grand Prix of Darts en þar er keppt í pílukasti.

Stöð 2 ESport

  • Klukkan 20.00 er GameTíví á sínum stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×