Hafa tröllatrú á fjórðungnum og opna heilsárshótel í Sælingsdal Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2023 21:51 Hjónin Halldóra Árnadóttir og Karl B. Örvarsson reka Dalahótel að Laugum í Sælingsdal. Egill Aðalsteinsson Eftir meira en tveggja áratuga óvissu um framtíð skólabygginganna að Laugum í Sælingsdal er búið að opna þar heilsárshótel. Hótelhaldarar segjast hafa tröllatrú á ferðaþjónustu á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54