„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 20:50 Reykjavík International Film Festival var fyrst haldin árið 2004. Vísir/Einar Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“ RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
„Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“
RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira