„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 20:50 Reykjavík International Film Festival var fyrst haldin árið 2004. Vísir/Einar Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“ RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“
RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira