Sport

Versta byrjunin í 22 ár

Valur Páll Eiríksson skrifar
Belichick var ósáttur í gær.
Belichick var ósáttur í gær. Getty

New England Patriots töpuðu í gær öðrum leik tímabilsins á tímabilinu í NFL-deildinni fyrir Miami Dolphins. Liðið er án sigurs eftir tvær umferðir en slíkt hefur ekki gerst í 22 ár.

Það hafði ekkert lið í deildinni spilað eins mörg tímabil án þess að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíð þar til það henti Patriots í gær. Ekki síðan 2001 hefur liðið hafið leiktíð á tveimur töpum.

Báðir leikir voru á heimavelli þeirra í Boston en þetta er í fyrsta sinn frá 1975 sem Patriots tapa fyrstu tveimur heimaleikjum sínum.

Liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles síðustu helgi áður en tapið fyrir Dolphins í gær bættist við. Patriots fóru hægt af stað í báðum leikjum og hafa misst boltann þrisvar í fyrsta leikhluta í fyrstu tveimur leikjunum.

Í bæði skipti hefur liðið verið nærri því að koma til baka en tekist í hvorugt skiptið. Frammistaðan fór illa í skapið á Bill Belichick, þjálfara liðsins, sem sást í lok þriðja leikhluta í gær þegar hann kastaði inn rauða flagginu til að fá snúið dómi dómarateymisins. Í stað þess að fleygja flagginu inn á völlinn þrykkti hann því í jörðina við hlið eins dómarans sem stóð við hlið hans.

Aðspurður um hæga byrjun var svar Belichicks á blaðamannafundi í gær snarpt: „Við getum ekki kastað boltanum frá okkur.“

Næsti leikur liðsins er við New York Jets á sunnudaginn kemur. Jets-liðið tapaði í gær fyrir Dallas Cowboys eftir sigur á Buffalo Bills síðustu helgi.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.