Launahæsti varnarmaðurinn í NFL: „Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:04 Nick Bosa er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Vísir/Getty Nick Bosa skrifaði á dögunum undir samning við San Fransisco 49ers sem gerir hann að hæstlaunaðasta varnarmanni í sögu NFL. Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira