Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2023 10:10 Floni á sviðinu á laugardaginn. Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur
Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira