Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
„Líklegasta túlkunin á þessu stigi er sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Á næstu vikum verður lagt kapp á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að skorða dýpi og umfang kvikunnar,“ segir í tilkynningunni.

Fyrr í mánuðinum hófst jarðskjálftahrina við jökulinn og taldi eldfjallafræðingur að gos í Torfajökli yrði að öllum líkindum öflugt sprengigos.
Þá segir að engin marktæk breyting hafi verið á jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því landrisið hórfs. Staðan var rædd á landtímavöktunarfundi á Veðurstofunni í gær.
Síðast gaus í Torfajökli árið 1477. Eldstöðvakerfið nær yfir megineldstöð og sprungusveim og er um 40 km langt og 30 km breitt. Í megineldstöðinni er askja, 18x12 km og þar er stærsta jarðhitasvæði Íslands, um 150 ferkílómetrar.
Í færslu Eldfjalla og nárrúruvárhóps Suðurlands segir að um sé að ræða fyrsta sinn sem landris mælist í eldstöðinni á tækniöld.
Torfajökull er staðsettur um 10 km norður af Mýrdalsjökli.