Innlent

Landris mælst í Torfajökli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Landris hefur mælst við Torfajökul, stærstu eldstöð Íslands.
Landris hefur mælst við Torfajökul, stærstu eldstöð Íslands. rax

Landris hefur mælst í miðri Torfajökulsöskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Ekki eru merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Líklegasta túlkunin á þessu stigi er sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Á næstu vikum verður lagt kapp á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að skorða dýpi og umfang kvikunnar,“ segir í tilkynningunni.

Gervitunglagögn (InSAR mynd) sem sýnir landris í Torfajökulseldstöðinni. Gul og rauð svæði fyrir miðri mynd eru svæði þar sem landris mælist.veðurstofan

Fyrr í mánuðinum hófst jarðskjálftahrina við jökulinn og taldi eldfjallafræðingur að gos í Torfajökli yrði að öllum líkindum öflugt sprengigos.

Þá segir að engin marktæk breyting hafi verið á jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því landrisið hórfs. Staðan var rædd á landtímavöktunarfundi á Veðurstofunni í gær. 

Síðast gaus í Torfajökli árið 1477. Eldstöðvakerfið nær yfir megineldstöð og sprungusveim og er um 40 km langt og 30 km breitt. Í megineldstöðinni er askja, 18x12 km og þar er stærsta jarðhitasvæði Íslands, um 150 ferkílómetrar.

Í færslu Eldfjalla og nárrúruvárhóps Suðurlands segir að um sé að ræða fyrsta sinn sem landris mælist í eldstöðinni á tækniöld.

Torfajökull er staðsettur um 10 km norður af Mýrdalsjökli.


Tengdar fréttir

Ó­hugnan­leg fegurð stærstu eld­stöðvar Ís­lands

Jörð hefur skolfið á Torfajökulssvæðinu, norðan við Mýrdalsjökul, undanfarna daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það háalvarlegt ef gos hæfist á þessum stað því Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.