Sport

Íslendingarnir unnu sér inn milljónir á heimsleikunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Samsett/Instagram

Þrír Íslendingar voru meðal keppenda á Heimsleikunum í Crossfit sem fram fóru í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina og lauk í gær.

Um er að ræða eitt helsta mót ársins í Crossfit íþróttinni og talsverðir peningar í spilunum fyrir keppendur sem komast alla leið.

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði efst Íslendinganna þriggja eða í sjöunda sæti og fær í sinn hlut 31 þúsund Bandaríkjadali eða um það bil 4 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé.

Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í 11.sæti og fær um það bil tvær og hálfa milljón íslenskra króna á meðan Annie Mist Þórisdóttir sem varð þrettánda fær tæplega tvær milljónir íslenskra króna.

Kanadamaðurinn Jeffrey Adler og hin ungverska Laura Horvath báru sigur úr býtum á leikunum og fá hvor í sinn hlut að jafnvirði um 40 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×