Sport

Björgvin gefst ekki upp en stelpurnar verða að gera betur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Draumurinn um verðlaun lifir enn hjá Björgvini Karli.
Draumurinn um verðlaun lifir enn hjá Björgvini Karli. MYND/INSTAGRAM/BK_GUDMUNDSSON

Þriðja síðasta greinin á heimsleikunum í CrossFit er lokið. Björgvin Karl er á uppleið en Annie Mist og Katrín Tanja standa í stað.

Bakmeiðsli öftruðu því að Björgvin næði árangri í lyftingunum í gærkvöldi en hann kom sterkari til leiks í fyrstu greininni í dag.

Björgvin var með tíunda besta árangurinn og fór upp um eitt sæti. Hann er því í sjöunda sætinu núna en það er langt í verðlaunasæti.

Vendingar urðu á toppnum þar sem Kanadamaðurinn Jeffrey Adler er kominn á toppinn og er með tveggja stiga forskot á Bandaríkjamanninn Roman Khrennikov. Stefnir í rosalega baráttu þar.

Katrín Tanja Davíðsdóttir varð níunda í fyrstu grein dagsins en Annie Mist Þórisdóttir tólfta. Annie þar af leiðandi í sjöunda sæti en Katrín Tanja því tíunda. Þær þurfa frábærar lokagreinar til að komast ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×