Reynsluboltar á hraðferð í keppni um hálendi Íslands Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2023 19:15 Guðni Freyr og Kristján Einar Kristjánsson myndi ökumannsteymi Can-Am liðsins í þolaksturskeppninni Can-Am Hill Rally sem fer fram á Íslandi í næstu viku Vísir/Arnar Halldórsson Þolaksturskeppnin Can-Am Hill Rally fer fram hér á Íslandi í næstu viku og kunnugleg nöfn úr mótorsportsögu Íslands eru skráð til leiks. Kristján Einar Kristjánsson er einn þeirra Íslendinga sem hefur komist hvað næst því að keppa í Formúlu 1. Hann á yfir að skipa nokkurra ára ferli í Formúlu 3 mótaröðinni þar sem að hann keyrði meðal annars fyrir hið sögufræga lið Carlin Motorsport. Nú, árum eftir að ferillinn í atvinnumennsku var settur til hliðar, sest Kristján Einar á ný undir stýri á keppnisbíl. Kristján Einar var hluti af Formúlu 3 mótaröðinni á sínum tíma Allt aðrar aðstæður CanAm Hill rallið er þriggja daga þolaksturskeppni, sem fer fram dagana 11-13 ágúst næstkomandi á sérleiðum, mest megnis á hálendi Íslands. Allt aðrar aðstæður en Kristján Einar fékk að kynnast á sínum atvinnumannaferli í Formúlu 3. „Þetta er ótrúlega spennandi,“ segir Kristján Einar. „Gæti í rauninni ekki verið skemmtilegra og kemur til vegna þess að Can-Am ætlar sér stóra hluti í þessum þolakstri hérna heima og í sameiningu ákváðum við, núna í vetur, í samstarfi við BRP-Ellingsen að fara í þessa keppni. Þriggja daga, Dakar Rally – style keppni upp á hálendinu. Það sem er líka svo mikil snilld við þetta er að keppnisbíllinn okkar er bara bíll sem kemur beint úr umboðinu.“ Segir Kristján en eitt af því sem honum hefur fundist hvað leiðinlegast við þróun mótorsports á undanförnum árum er það hversu erfitt hefur verið að koma sér inn í sportið. „Þröskuldurinn sem þarf að komast yfir fyrir fólk hefur verið svo hár einfaldlega vegna þess að þú þarft svo mikla þekkingu á bílnum og annað slíkt. Núna, vitandi það að ég sé að fara taka bíl beint út úr sýningarsal og fara með hann í rallý, það er geðveikt.“ Maverick X3 XRC Turbo RR, keppnisbíll Kristjáns Einars og Guðna Freys Vísir/Arnar Halldórsson Með reynslubolta af þessu sviði sér við hlið Í CanAm Hill rallinu verður ekin rúmlega 400 kílómetra leið á sérleiðum sem fara mest megnis fram á hálendi Íslands á grófum línuvegum og fjallaleiðum. „Þetta er eins og að ralla frá Reykjavík til Húsavíkur liggur við. Fyrir okkur mun þetta algjörlega snúast um að halda haus og enda ekki út í á.“ Áskorunin er af allt öðrum toga en Kristján Einar hefur áður kynnst þegar að atvinnumannaferill hans í mótorsporti stóð sem hæst. Hefur tekið þátt í einhverri keppni á þínum ferli sem er í líkingu við þennan þolakstur? „Nei en þess vegna fékk ég Guðna Frey með mér í þetta,“ segir Kristján Einar og hlær en þar á hann við aðstoðarökumann sinn hjá Can-Am, Guðna Frey Ómarsson, fjórfaldan Íslandsmeistara í rallakstri. „Við erum búnir að taka æfingar á bílnum og í enda dagsins snýst þetta bara um að aka bíl.“ Frá ferli sínum í rallakstri veit Guðni Freyr upp á hár hvað þar að einkenna góð ökumannsteymi. „Mér lýst ótrúlega vel á okkur sem teymi,“ segir Guðni. „Eins og Kristján Einar hefur sagt þá kemur hann inn með litla reynslu af því að aka í keppni á malarvegum og í þannig aðstæðum sem við munum þurfa að kljást við í þessum þolakstri. Ég fann það hins vegar strax að hann er einfaldlega með þetta í sér á þessum æfingum sem við tókum. Hann náði töktunum alveg strax. Fyrst og fremst snýst þetta um það fyrir okkur að halda haus. Það er, myndi ég segja lykilatriði í svona langri og erfiðri keppni eins og þessari.“ Algjör fíkn Atvinnumannaferli Kristjáns Einars í mótorsporti lauk árið 2012. Hlakkar þig til að finna fyrir adrenalíninu, sem fylgir því að taka þátt í keppnum í mótorsporti, aftur? „Þetta er náttúrulega fíkn, það er ekkert annað. Mig hlakkar bara svo mikið til að fara keppa aftur. Ætli síðan að ég setjist ekki bara niður eftir keppni og reyni að kaupa þennan bíl sem við munum aka á. Þetta er það gaman og ég get ekki beðið. Það er ekkert annað sem kemst að þessa dagana, næsta vika verður undirlögð þessu.“ „Ég er með hættulega mikið keppnisskap. Auðvitað ætlum við að fara langt og það er pressa á okkur að taka þetta alla leið. Við þurfum hins vegar líka að líta á þetta taktískt. Guðni hefur teiknað upp planið fyrir okkur og það er þá mitt að fara eftir því, ef við gerum það þá endum við með dollu.“ Guðni deilir sömu sýn og Kristján Einar á áskorunina fram undan. „Hæfileikarnir eru til staðar undir stýri,“ segir hann og bætir við. „Nú snýst þetta bara um að samstarfið milli okkar gangi vel í keppninni sjálfri og ef það gengur eftir þá mun okkur ganga vel. Ég er alveg handviss um það.ׅ“ Sigursæl gerð af bíl Tækið sem Kristján Einar og Guðni Freyr fá í hendurnar er ekkert smáræði, Maverick X3 XRC Turbo RR og fræddi Arnar Sigurðarson, liðsstjóri Can-Am okkur nánar um þennan vígalega bíl sem Can-Am liðið vonar að eigi eftir að reynast vel. Arnar Sigurðarson, liðsstjóri Can-Am liðsinsVísir/Arnar Halldórsson „Þessi týpa af buggy-bíl er sú sigursælasta, hvað svona keppnisbíla varðar, síðastliðin ár. Þetta eru bílar með gríðarlegri fjöðrun, yfir 60 sentímetra fjöðrun og 900cc túrbínu mótor sem er að skila yfir 200 hestöflum í þessu rétt rúmlega 700 kílóa tæki. Slíkt afl er að skila bílnum, á malarundirlagi, upp í 100 kílómetra hraða á klukkustund á svona cirka fjórum sekúndum. Þetta tæki er hannað frá Can-Am til þess að koma klárt í rallý bara beint úr kassanum. Það tekst á við stökk, allar ójöfnur og allt það versta sem íslenskir vegir hafa upp á að bjóða.“ Can-Am Hill þolaksturskeppni fer fram dagana 11-13 ágúst næstkomandi. Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson er einn þeirra Íslendinga sem hefur komist hvað næst því að keppa í Formúlu 1. Hann á yfir að skipa nokkurra ára ferli í Formúlu 3 mótaröðinni þar sem að hann keyrði meðal annars fyrir hið sögufræga lið Carlin Motorsport. Nú, árum eftir að ferillinn í atvinnumennsku var settur til hliðar, sest Kristján Einar á ný undir stýri á keppnisbíl. Kristján Einar var hluti af Formúlu 3 mótaröðinni á sínum tíma Allt aðrar aðstæður CanAm Hill rallið er þriggja daga þolaksturskeppni, sem fer fram dagana 11-13 ágúst næstkomandi á sérleiðum, mest megnis á hálendi Íslands. Allt aðrar aðstæður en Kristján Einar fékk að kynnast á sínum atvinnumannaferli í Formúlu 3. „Þetta er ótrúlega spennandi,“ segir Kristján Einar. „Gæti í rauninni ekki verið skemmtilegra og kemur til vegna þess að Can-Am ætlar sér stóra hluti í þessum þolakstri hérna heima og í sameiningu ákváðum við, núna í vetur, í samstarfi við BRP-Ellingsen að fara í þessa keppni. Þriggja daga, Dakar Rally – style keppni upp á hálendinu. Það sem er líka svo mikil snilld við þetta er að keppnisbíllinn okkar er bara bíll sem kemur beint úr umboðinu.“ Segir Kristján en eitt af því sem honum hefur fundist hvað leiðinlegast við þróun mótorsports á undanförnum árum er það hversu erfitt hefur verið að koma sér inn í sportið. „Þröskuldurinn sem þarf að komast yfir fyrir fólk hefur verið svo hár einfaldlega vegna þess að þú þarft svo mikla þekkingu á bílnum og annað slíkt. Núna, vitandi það að ég sé að fara taka bíl beint út úr sýningarsal og fara með hann í rallý, það er geðveikt.“ Maverick X3 XRC Turbo RR, keppnisbíll Kristjáns Einars og Guðna Freys Vísir/Arnar Halldórsson Með reynslubolta af þessu sviði sér við hlið Í CanAm Hill rallinu verður ekin rúmlega 400 kílómetra leið á sérleiðum sem fara mest megnis fram á hálendi Íslands á grófum línuvegum og fjallaleiðum. „Þetta er eins og að ralla frá Reykjavík til Húsavíkur liggur við. Fyrir okkur mun þetta algjörlega snúast um að halda haus og enda ekki út í á.“ Áskorunin er af allt öðrum toga en Kristján Einar hefur áður kynnst þegar að atvinnumannaferill hans í mótorsporti stóð sem hæst. Hefur tekið þátt í einhverri keppni á þínum ferli sem er í líkingu við þennan þolakstur? „Nei en þess vegna fékk ég Guðna Frey með mér í þetta,“ segir Kristján Einar og hlær en þar á hann við aðstoðarökumann sinn hjá Can-Am, Guðna Frey Ómarsson, fjórfaldan Íslandsmeistara í rallakstri. „Við erum búnir að taka æfingar á bílnum og í enda dagsins snýst þetta bara um að aka bíl.“ Frá ferli sínum í rallakstri veit Guðni Freyr upp á hár hvað þar að einkenna góð ökumannsteymi. „Mér lýst ótrúlega vel á okkur sem teymi,“ segir Guðni. „Eins og Kristján Einar hefur sagt þá kemur hann inn með litla reynslu af því að aka í keppni á malarvegum og í þannig aðstæðum sem við munum þurfa að kljást við í þessum þolakstri. Ég fann það hins vegar strax að hann er einfaldlega með þetta í sér á þessum æfingum sem við tókum. Hann náði töktunum alveg strax. Fyrst og fremst snýst þetta um það fyrir okkur að halda haus. Það er, myndi ég segja lykilatriði í svona langri og erfiðri keppni eins og þessari.“ Algjör fíkn Atvinnumannaferli Kristjáns Einars í mótorsporti lauk árið 2012. Hlakkar þig til að finna fyrir adrenalíninu, sem fylgir því að taka þátt í keppnum í mótorsporti, aftur? „Þetta er náttúrulega fíkn, það er ekkert annað. Mig hlakkar bara svo mikið til að fara keppa aftur. Ætli síðan að ég setjist ekki bara niður eftir keppni og reyni að kaupa þennan bíl sem við munum aka á. Þetta er það gaman og ég get ekki beðið. Það er ekkert annað sem kemst að þessa dagana, næsta vika verður undirlögð þessu.“ „Ég er með hættulega mikið keppnisskap. Auðvitað ætlum við að fara langt og það er pressa á okkur að taka þetta alla leið. Við þurfum hins vegar líka að líta á þetta taktískt. Guðni hefur teiknað upp planið fyrir okkur og það er þá mitt að fara eftir því, ef við gerum það þá endum við með dollu.“ Guðni deilir sömu sýn og Kristján Einar á áskorunina fram undan. „Hæfileikarnir eru til staðar undir stýri,“ segir hann og bætir við. „Nú snýst þetta bara um að samstarfið milli okkar gangi vel í keppninni sjálfri og ef það gengur eftir þá mun okkur ganga vel. Ég er alveg handviss um það.ׅ“ Sigursæl gerð af bíl Tækið sem Kristján Einar og Guðni Freyr fá í hendurnar er ekkert smáræði, Maverick X3 XRC Turbo RR og fræddi Arnar Sigurðarson, liðsstjóri Can-Am okkur nánar um þennan vígalega bíl sem Can-Am liðið vonar að eigi eftir að reynast vel. Arnar Sigurðarson, liðsstjóri Can-Am liðsinsVísir/Arnar Halldórsson „Þessi týpa af buggy-bíl er sú sigursælasta, hvað svona keppnisbíla varðar, síðastliðin ár. Þetta eru bílar með gríðarlegri fjöðrun, yfir 60 sentímetra fjöðrun og 900cc túrbínu mótor sem er að skila yfir 200 hestöflum í þessu rétt rúmlega 700 kílóa tæki. Slíkt afl er að skila bílnum, á malarundirlagi, upp í 100 kílómetra hraða á klukkustund á svona cirka fjórum sekúndum. Þetta tæki er hannað frá Can-Am til þess að koma klárt í rallý bara beint úr kassanum. Það tekst á við stökk, allar ójöfnur og allt það versta sem íslenskir vegir hafa upp á að bjóða.“ Can-Am Hill þolaksturskeppni fer fram dagana 11-13 ágúst næstkomandi.
Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira