Innlent

Karl­maður á sjö­tugs­aldri látinn eftir sjóslys

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá slysstað í gær. 
Frá slysstað í gær. 

Karlmaður á sjötugsaldri lést er sportbátur sökk út undan Njarðvíkurhöfn í gær. Annar maður var einnig fluttur á slysadeild en ekki er vitað um líðan hans. 

Í gær klukkan 19:39 barst Neyðarlínunni tilkynning um sjóslys utan Njarðvíkurhöfn þar sem greint var frá því að tveir menn væru í sjónum. Tókst viðbragðsaðilum að ná þeim upp á land rétt rúmum hálftíma síðar, klukkan 20:11.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir við fréttastofu að annar mannanna hafi verið úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hinn látni sé karlmaður á sjötugsaldri. Hann var fluttur meðvitundarlaus af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 

Lögreglan telur að mennirnir hafi verið tveir um borð á fimm metra sportbáti sem sökk. Er rannsókn málsins á frumstigi hjá lögreglu. 

Ekki kemur fram í tilkynningunni hver líðan hins mannsins er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.