Sport

Jon Rahm fór á kostum og setti vallarmet á mótinu

Andri Már Eggertsson skrifar
Jon Rham fór á kostum og lék á 63 höggum
Jon Rham fór á kostum og lék á 63 höggum Vísir/Getty

Opna breska meistaramótið er í fullum gangi. Jon Rahm greip fyrirsagnirnar en hann spilaði á 63 höggum. Rickie Fowler og Rory McIlroy spiluðu sinn besta hring á mótinu. 

Jon Rahm kom sér aftur á kortið með frábærum hring þar sem hann lék á 63 höggum sem var ellefu höggum minna en hann gerði á fyrsta degi mótsins. Hringur Jon Rahm var ekki bara hans besti heldur setti hann met þar sem þetta var lægsti hringur í sögu Royal-vallarins, Hoylake eins og hann er kallaður á Opna breska. 

 

Jon Rahm krækti í átta fugla og er í góðum séns á að vinna mótið en hann er á sex undir pari fyrir loka hringinn.

Rickie Fowler lék sinn besta hring á mótinu í dag. Etir að hafa spilað á 72 og 73 þremur höggum fyrstu tvo dagana svaraði Rickie Fowler fyrir sig og spilaði á 67 höggum.

 

Rory McIlroy átti einnig sinn besta hring á mótinu. Mcllroy byrjaði á að fá þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Eftir fyrstu fimm holurnar fékk Mcllroy tólf pör og einn skolla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×