Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2023 22:05 Fimm drengjanna sem keppa á mótinu. Frá vinstri: Yusuf, Mwisho, Latu, Gift og Precious. Vísir/Dúi Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555. Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555.
Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira