Sport

Leiknir vann Þrótt í Lengjudeild karla | Heimasigrar í Lengjudeild kvenna

Andri Már Eggertsson skrifar
Leiknir Reykjavík er á miklu flugi í Lengjudeildinni
Leiknir Reykjavík er á miklu flugi í Lengjudeildinni Vísir/Diego

Í kvöld fór fram einn leikur í Lengjudeild karla þar sem Leiknir vann Þrótt 3-2. Kvenna megin vann Afturelding 3-1 sigur gegn Gróttu og Fram vann 2-1 sigur gegn HK.

Leiknir fór upp um tvö sæti í deildinni eftir 3-2 sigur gegn Þrótti. Ágúst Karl Magnússon kom gestunum yfir en Leiknir svaraði með tveimur mörkum frá Omar Sowe og Daníel Finns Matthíassyni. Þróttur jafnaði síðan metin með marki frá Aroni Snæ Ingasyni en það var síðan Hjalti Sigurðsson sem gerði sigurmarkið á 79. mínútu.

Leiknir er á miklu flugi og hefur unnið þrjá leiki í röð.

Einnig fóru tveir leikir fram í Lengjudeild kvenna þar sem báðir leikirnir unnust á heimavelli. Afturelding vann 3-1 sigur gegn Gróttu. Ariela Lewis kom Gróttu yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum. Andrea Katrín Ólafsdóttir jafnaði, fimmtán mínútum síðar bætti Hlín Heiðarsdóttir við öðru marki. Cornelia Baldi Sundelius varð síðan fyrir því óláni að gera sjálfsmark undir lokin og Afturelding vann 3-1.

Fram vann 2-1 sigur gegn HK í Úlfarsárdalnum. Þórey Björk Eyþórsdóttir kom Fram yfir en Guðmunda Brynja Ólafsdóttir jafnaði. Tveimur mínútum eftir mark Guðmundu skoraði ​​Alexa Kirton sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×