„Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir er enn að vinna út úr vonbrigðunum í undanúrslitamótinu þar sem hún var langt frá því að komast á heimsleikana. Instagram/@solasigurdardottir Íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir tókst ekki að komast á heimsleikana annað árið í röð og hún ræddi vonbrigði sín á undanúrslitamótinu í viðtali á Wit Fitness síðunni. Sólveig er bæði hreinskilin og auðmjúk í viðtalinu og talar þar beint frá hjartanu. Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Sjá meira
Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Sjá meira