Simone Biles snýr aftur og keppir í fyrsta sinn síðan á ÓL í Tokýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 08:00 Simone Biles hætti óvænt keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó en snýr nú aftur tveimur árum síðar. AP/Rebecca Blackwell Bandaríska fimleikakonan Simone Biles hefur nú tilkynnt að hún muni snúa aftur inn á fimleikagólfið á U.S. Classic mótinu í Chicago í byrjun ágúst. Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó. Fimleikar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó.
Fimleikar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira