„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 15:21 Kristrún Frostadóttir segir að mikilvægt sé að skipa rannsóknarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. „Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
„Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22