Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Heimir Már Pétursson, Máni Snær Þorláksson, Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júní 2023 16:28 Baulað var á Svandísi þegar hún steig upp í pontu. Gríðarlegur fjöldi fólks, sérstaklega aðila tengdum hvalveiðum, er mættur á fundinn. Vísir/Einar Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið harðorður í yfirlýsingum eftir að matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar á þriðjudag, degi áður en þær áttu að hefjast. Á annað hundrað starfsmenn hafi verið reiðubúnir fyrir vertíðina og þetta væri mikill skellur fyrir þá. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hlytu að slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessarar ákvörðunar. Vilhjálmur Birgisson var gríðarlega harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur í ræðu sinni.Vísir/Vésteinn Vilhjálmur sat fundinn í kvöld þar sem Steinar Adolfsson yfirlögfræðingur Akranesskaupstaðar var fundarstjóri. Öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var boðið á fundum til að gera grein fyrir sinni afstöðu. Eftir það var opnað á fyrirspurnir úr sal. Fundinum er lokið en hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá er hægt að lesa um það sem fram fór á fundinum í vaktinni neðst í fréttinni. Komið hefur fram að hátt á annað hundrað manns hafi verið ráðin til starfa vegna fyrirhugaðra hvalveiðivertíðar. Vilhjálmur segir að rúmlega hundrað þeirra væru á áhrifasvæði Verkalýðsfélags Akraness og greiddu sín gjöld til félagsins. Stór hluti þeirra byggi á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit. Þá störfuðu um tuttugu manns hjá Hvali hf. í Hafnarfirði en starfsmenn gætu komið víða að á landinu. Þingmenn Norðvesturkjördæmis eru Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson úr Vinstri grænum, og Bergþór Ólason úr Miðflokknum. Eyjólfur Ármannsson úr Flokki fólksins átti að mæta á fundinn en komst því miður ekki. Í samtali við fréttastofu segist hann vera hlynntur hvalveiðunum svo lengi sem þær eru ekki dýraníð. Þá telur hann að ákvörðun ráðherra sé galin stjórnsýsla, brotið sé gegn lögmætum væntingum Hvals hf. og gæti ríkið því verið skaðabótaskylt.
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið harðorður í yfirlýsingum eftir að matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar á þriðjudag, degi áður en þær áttu að hefjast. Á annað hundrað starfsmenn hafi verið reiðubúnir fyrir vertíðina og þetta væri mikill skellur fyrir þá. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hlytu að slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessarar ákvörðunar. Vilhjálmur Birgisson var gríðarlega harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur í ræðu sinni.Vísir/Vésteinn Vilhjálmur sat fundinn í kvöld þar sem Steinar Adolfsson yfirlögfræðingur Akranesskaupstaðar var fundarstjóri. Öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var boðið á fundum til að gera grein fyrir sinni afstöðu. Eftir það var opnað á fyrirspurnir úr sal. Fundinum er lokið en hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá er hægt að lesa um það sem fram fór á fundinum í vaktinni neðst í fréttinni. Komið hefur fram að hátt á annað hundrað manns hafi verið ráðin til starfa vegna fyrirhugaðra hvalveiðivertíðar. Vilhjálmur segir að rúmlega hundrað þeirra væru á áhrifasvæði Verkalýðsfélags Akraness og greiddu sín gjöld til félagsins. Stór hluti þeirra byggi á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit. Þá störfuðu um tuttugu manns hjá Hvali hf. í Hafnarfirði en starfsmenn gætu komið víða að á landinu. Þingmenn Norðvesturkjördæmis eru Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson úr Vinstri grænum, og Bergþór Ólason úr Miðflokknum. Eyjólfur Ármannsson úr Flokki fólksins átti að mæta á fundinn en komst því miður ekki. Í samtali við fréttastofu segist hann vera hlynntur hvalveiðunum svo lengi sem þær eru ekki dýraníð. Þá telur hann að ákvörðun ráðherra sé galin stjórnsýsla, brotið sé gegn lögmætum væntingum Hvals hf. og gæti ríkið því verið skaðabótaskylt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Akranes Tengdar fréttir Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15 Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54 Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15
Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22