Sigur Rós hlýtur lof gagnrýnenda fyrir nýja plötu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2023 11:07 Sigur Rós á tónleikum í Riga á síðasta ári. Hljómsveitin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir nýjustu plötu sína. EPA/TOMS KALNINS Sigur Rós sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu þann 16. júní síðastliðinn. Platan, sem heitir Átta, hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda víðsvegar í heiminum. Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira