Innlent

Skýrist af al­þjóða­væðingu og fjölgun inn­flytj­enda

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Egill

Háskóla Íslands bárust tæplega tvö þúsund erlendar umsóknir um nám fyrir næsta skólaár. Árið 2016 voru erlendu umsóknirnar rétt rúmlega eitt þúsund. Rektor fagnar fjölgun umsækjenda.

Alls bárust Háskólanum tæplega 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám fyrir næsta skólaár. Umsóknum fjölgar í ár um rúmlega sex prósent eftir lækkun í fyrra. Jón Atli Benediktsson rektor Háskólans segir þetta gleðitíðindi.

„Ef ég tek nokkur dæmi þá er mikil fjölgun í verkfræði og náttúruvísindum, það er talsverð breyting þar. Svo er fjölgun í heilbrigðisvísindum og til að mynda í íslensku, sem er mjög ánægjulegt að sjá,“ segir Jón Atli í samtali við fréttastofu.

Tvö þúsund erlendar umsóknir bárust, sem er tvöföldun frá árinu 2016. Íslenska sem annað mál er langvinsælasta grein skólans með 640 umsóknir og nemur fjölgunin þriðjungi.

„Það er bara ánægjulegt að íslenska sem annað mál er mjög vinsæl. Þarna gegnir Háskóli Íslands sínu samfélagslega hlutverki. Þetta er bara grein sem við veðrum að halda áfram að efla.“

Engar fjöldatakmarkanir eru á greininni og ekki stendur til að breyta því. Fjölgunin skýrist hvort tveggja af meiri alþjóðavæðingu í háskólasamfélaginu og fjölgun innflytjenda.

„Varðandi fjölgun erlendra umsókna almennt séð, þá er jú alþjóðavæðing en svo er líka orðspor Háskóla Íslands á erlendum vettvangi mjög gott.“

Umsóknum karla fjölgaði einnig um 13 prósent en ráðist var í átak í vor til að fjölgja umsóknum karlamegin í ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra málaflokksins ræddi 13 prósent fjölgun karlkyns umsækjenda í Bítinu:

„Við bara höldum áfram á þeirri braut á næstu árum, og ég fagna því að sjá þetta,“ segir Jón Atli að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×