Sport

Björg­vin Karl þriðji í fyrstu grein dagsins

Aron Guðmundsson skrifar
Björgvin Karl í sjöttu greininni í dag
Björgvin Karl í sjöttu greininni í dag Vísir/Skjáskot

Björg­vin Karl Guð­munds­son er í góðum málum á undan­úr­slita­móti Cross­Fit í Ber­lín fyrir heims­leikana í ágúst. Ís­lendingurinn knái náði góðum árangri í sjö­ttu grein og nú er að­eins ein grein eftir á mótinu.

Fyrir keppni dagsins sat Björgvin Karl í níunda sæti í heildarstigakeppni mótsins. Í sjöttu grein, sem var jafnframt fyrsta grein dagsins, tókst honum að  ljúka leik í þriðja sæti og fékk hann að launum 94 stig. 

Hann styrkir þannig stöðu sína í 9. sæti stigakeppninnar og er hann þar í baráttusætunum fyrir lokagrein mótsins með 329 stig.

Ellefu efstu keppendurnir í karlaflokki á undanúrslitamótinu tryggja sér sæti á komandi heimsleikum.

Björgvin hefur því örlögin í sínum eigin höndum fyrir lokagrein mótsins sem fer fram síðar í dag.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×