Fyrir keppni dagsins sat Björgvin Karl í níunda sæti í heildarstigakeppni mótsins. Í sjöttu grein, sem var jafnframt fyrsta grein dagsins, tókst honum að ljúka leik í þriðja sæti og fékk hann að launum 94 stig.
Hann styrkir þannig stöðu sína í 9. sæti stigakeppninnar og er hann þar í baráttusætunum fyrir lokagrein mótsins með 329 stig.
Ellefu efstu keppendurnir í karlaflokki á undanúrslitamótinu tryggja sér sæti á komandi heimsleikum.
Björgvin hefur því örlögin í sínum eigin höndum fyrir lokagrein mótsins sem fer fram síðar í dag.