Annie Mist í efsta sæti eftir þrjár greinar Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 10:30 Annie Mist er komin upp í efsta sætið. Annie Mist Þórisdóttir er í efsta sæti undanúrslitamótsins í Crossfit í Berlín eftir þrjár greinar. Björgvin Karl Guðmundsson féll hins vegar niður í sextánda sætið. Undanúrslitamót fyrir heimsleikana í Crossit fer fram í Berlín nú um helgina en þar er barist um ellefu farseðla á heimsleikana í sumar. Eftir þriðju grein mótsins er Annie Mist Þórisdóttir komin upp í efsta sætið en hún náði næst besta árangri allra keppenda í þriðju greininni. Í þriðju greininni áttu keppendur að gera tíu umferðir af dauðalyftum, bekkpressulyftum með ketilbjöllur og hnébeygjum. Í fyrstu umferð þurfti að gera tíu endurtekningar, næst níu, síðan átta og svo koll af kolli og snerist keppnin um að klára sem fyrst. Annie Mist varð önnur í greininni, kláraði æfinguna á 12:08,97 mínútum og var aðeins tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir hinni pólsku Gabriela Migala sem varð fyrst en hún er í öðru sæti heildarkeppninnar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þrettánda sæti á 14:28, 67 mínútum en hún er í fjórtánda sæti sem stendur. Þuríður Helgadóttir er í 24. sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 33. sæti. Fjórar greinar eru eftir en Annie Mist er með 258 stig í efsta sæti, Migala í öðru sæti með 256 stig og hin sænska Emma Tall í því þriðja með 255 stig. Björgvin Karl féll niður listann Það gekk ekki alveg jafn vel hjá Björgvini Karli Guðmundssyni í þriðju greininni. Hann varð í 25. sæti, líkt og í grein tvö, og féll niður í sextánda sæti en hann var níundi eftir tvær greinar. Bretinn David Shorunke var fyrstur allra og kláraði æfinguna á 12:26,68 en Björgvin Karl var með tímann 16:32,19. Serbinn Lazar Dukic er efstur allra í heildarkeppninni með 285 stig en Björgvin Karl er með 165 stig í sextánda sætinu. Fjórða og fimmta grein keppninnar fara fram síðar í dag. CrossFit Tengdar fréttir Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18 Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Undanúrslitamót fyrir heimsleikana í Crossit fer fram í Berlín nú um helgina en þar er barist um ellefu farseðla á heimsleikana í sumar. Eftir þriðju grein mótsins er Annie Mist Þórisdóttir komin upp í efsta sætið en hún náði næst besta árangri allra keppenda í þriðju greininni. Í þriðju greininni áttu keppendur að gera tíu umferðir af dauðalyftum, bekkpressulyftum með ketilbjöllur og hnébeygjum. Í fyrstu umferð þurfti að gera tíu endurtekningar, næst níu, síðan átta og svo koll af kolli og snerist keppnin um að klára sem fyrst. Annie Mist varð önnur í greininni, kláraði æfinguna á 12:08,97 mínútum og var aðeins tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir hinni pólsku Gabriela Migala sem varð fyrst en hún er í öðru sæti heildarkeppninnar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þrettánda sæti á 14:28, 67 mínútum en hún er í fjórtánda sæti sem stendur. Þuríður Helgadóttir er í 24. sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 33. sæti. Fjórar greinar eru eftir en Annie Mist er með 258 stig í efsta sæti, Migala í öðru sæti með 256 stig og hin sænska Emma Tall í því þriðja með 255 stig. Björgvin Karl féll niður listann Það gekk ekki alveg jafn vel hjá Björgvini Karli Guðmundssyni í þriðju greininni. Hann varð í 25. sæti, líkt og í grein tvö, og féll niður í sextánda sæti en hann var níundi eftir tvær greinar. Bretinn David Shorunke var fyrstur allra og kláraði æfinguna á 12:26,68 en Björgvin Karl var með tímann 16:32,19. Serbinn Lazar Dukic er efstur allra í heildarkeppninni með 285 stig en Björgvin Karl er með 165 stig í sextánda sætinu. Fjórða og fimmta grein keppninnar fara fram síðar í dag.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18 Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18
Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47