Sport

Björgvin Karl sjötti eftir fyrsta próf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl hefur tvisvar sinnum endað í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit.
Björgvin Karl hefur tvisvar sinnum endað í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit. vísir/einar

Björgvin Karl Guðmundsson byrjaði ágætlega í fyrstu grein af sjö á undanúrslitamóti Evrópu fyrir heimsleikana í CrossFit.

Björgvin Karl er einni íslenski karlinn sem á möguleika á því að tryggja sér farseðilinn inn á heimsleikana. Ellefu heimsleikasæti eru í boði fyrir keppendur frá Evrópu.

Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Berlín í Þýskalandi og lýkur á sunnudaginn.

Fyrsta greinin var samansafn að æfingum úr lyftingasalnum. Þar áttu stelpurnar að hjóla þrjá kílómetra, toga 102 kílóa lóð tæpa 26 metra, hlaupa tvo kílómetra, toga lóðið aðra tæpa 26 metra, skíða einn kílómetra á skíðavél og toga svo lóðið aðra 28 metra. Keppendur höfðu 30 mínútur til að klára greinina.

Björgvin Karl kláraði fyrstu greinina á 22 mínútum, 57 sekúndum og 45 sekúndubrotum. Hann var ellefu sekúndum frá fimmta sætinu og tæpum 52 sekúndum á eftir Belganum Jelle Hoste sem vann fyrstu grein.

Björgvin Karl náði bestri árangri en besta íslenska konan en Anníe Mist varð sjöunda í sömu grein hjá konunum fyrr í dag.

Þetta er fyrri greinin af tveimur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×