Sport

Theo fékk að vera með Katrínu Tönju á verðlaunapallinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir með Theo á verðlaunapallinum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir með Theo á verðlaunapallinum. Instagram/@thedavecastro

Katrín Tanja Davíðsdóttir vann silfurverlaun á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku og tryggði sér þar með sæti á heimsleikunum í CrossFit.

Það var gaman að sjá Katrínu Tönju aftur á verðlaunapalli en hún sýndi sig og sannaði með frábærri frammistöðu.

Með þessum árangri hefur hún tryggt sér sæti á tíundu heimsleikunum sínum sem er magnað afrek.

Brooks Laich, kærasti Katrínar Tönju, fylgdi henni til Los Angeles og að sjálfsögðu skildu þau Theo ekki eftir heima.

Theo er hundurinn hennar Katrín Tönju og við höfðum oft séð hann taka á því með henni á æfingunum fyrir undanúrslitamótið.

Þegar kom að því að fara upp á verðlaunapallinn þá kallaði Katrín Tanja á Theo sinn og hann var því með henni í myndatökunni.

Við höfum séð CrossFit fólk oft fá börnin sín með sér á verðlaunapallinn og því var skemmtilegt að sjá Theo líka baða sig í sviðsljósinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.