Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 11:39 Listamaðurinn Odee ásamt flennistórri veggmynd þar sem beðist er afsökunar í leturgerð Samherja. Vísir/Vilhelm Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira