Colton Underwood loksins genginn í það heilaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:38 Þeir Colton Underwood og Jordan C. Brown áttu líklega besta dag lífs síns um helgina. Instagram Bandaríski raunveruleikaþáttastjarnan Colton Underwood úr Bachelor þáttunum er alls enginn piparsveinn lengur en hann gifti sig loksins unnustanum Jordan C. Brown um helgina. Meira en ár síðan elskendurnir trúlofuðu sig. Colton er líklega einn þekktasti piparsveinn sögunnar úr bandarísku raunveruleikaþáttunum heimsfrægu en hann birtist fyrst í Bachelorette þáttunum árið 2018. Vakti hann mikla athygli í það skiptið enda tönnlaðist hann ítrekað á því að hann væri hreinn sveinn. Þyrnum stráð leit að ástinni Síðar sama ár tók Colton þátt í strandarútgáfunni Bachelor in Paradise en ekkert gekk í ástarleitinni. Hann fékk þá sína eigin seríu og var aðalnúmerið í eigin Bachelor seríu sama ár, 2018. Kynntist hann þar Cassie Randolph og trúlofuðu þau sig sama ár en hættu saman árið 2020. Sakaði Randolph hann um allskyns ósæmilega hegðun og sótti hún um nálgunarbann gegn NFL leikmanninum vegna skilaboða hans auk hegðunar. Ári síðar kom Colton svo úr skápnum í morgunfréttaþættinum Good Morning America. Hann opnaði sig svo upp á gátt í eigin þáttum á Netflix sem báru heitið Coming out Colton. Hann hefur reglulega lýst því yfir upp á síðkastið að hann hafi aldrei verið hamingjusamari en ljóst er að lífshlaup kappans hefur verið þyrnum stráð. View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Þriggja daga brúðkaup Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins People um brúðkaupið kemur fram að þeir hafi gift sig á lúxushóteli í Napa sýslu norður af San Francisco í Kaliforníu. Um var að ræða þriggja daga veislu þar sem 200 manns mættu til að gleðjast með þeim Colton og Brown en brúðkaupið var skipulagt af viðburðarfyrirtækinu Ashley Smith Events. Þeir buðu sínum nánustu til kvöldverðar á föstudagskvöld og fór sjálf athöfnin svo fram á laugardeginum. „Sama dag og við giftum okkur ætlum við að halda diskópartý við sundlaugina,“ hefur bandaríski miðillinn eftir Colton í aðdraganda brúðkaupsins. „Þetta verður skemmtilegt brúðkaup, það get ég sagt þér!“ View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Ástin og lífið Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Colton er líklega einn þekktasti piparsveinn sögunnar úr bandarísku raunveruleikaþáttunum heimsfrægu en hann birtist fyrst í Bachelorette þáttunum árið 2018. Vakti hann mikla athygli í það skiptið enda tönnlaðist hann ítrekað á því að hann væri hreinn sveinn. Þyrnum stráð leit að ástinni Síðar sama ár tók Colton þátt í strandarútgáfunni Bachelor in Paradise en ekkert gekk í ástarleitinni. Hann fékk þá sína eigin seríu og var aðalnúmerið í eigin Bachelor seríu sama ár, 2018. Kynntist hann þar Cassie Randolph og trúlofuðu þau sig sama ár en hættu saman árið 2020. Sakaði Randolph hann um allskyns ósæmilega hegðun og sótti hún um nálgunarbann gegn NFL leikmanninum vegna skilaboða hans auk hegðunar. Ári síðar kom Colton svo úr skápnum í morgunfréttaþættinum Good Morning America. Hann opnaði sig svo upp á gátt í eigin þáttum á Netflix sem báru heitið Coming out Colton. Hann hefur reglulega lýst því yfir upp á síðkastið að hann hafi aldrei verið hamingjusamari en ljóst er að lífshlaup kappans hefur verið þyrnum stráð. View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Þriggja daga brúðkaup Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins People um brúðkaupið kemur fram að þeir hafi gift sig á lúxushóteli í Napa sýslu norður af San Francisco í Kaliforníu. Um var að ræða þriggja daga veislu þar sem 200 manns mættu til að gleðjast með þeim Colton og Brown en brúðkaupið var skipulagt af viðburðarfyrirtækinu Ashley Smith Events. Þeir buðu sínum nánustu til kvöldverðar á föstudagskvöld og fór sjálf athöfnin svo fram á laugardeginum. „Sama dag og við giftum okkur ætlum við að halda diskópartý við sundlaugina,“ hefur bandaríski miðillinn eftir Colton í aðdraganda brúðkaupsins. „Þetta verður skemmtilegt brúðkaup, það get ég sagt þér!“ View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood)
Ástin og lífið Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira