„Grátbroslegt“ að Ísland sé í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 20:00 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Íslands og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Vísir/Sigurjón Formaður Trans Íslands segir það grátbroslega staðreynd að réttindi transfólks séu hvergi jafn góð og hér á landi. Hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi og nú. Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“ Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“
Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira