Tómas segir nei við fíkniefnum eins og Nancy Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2023 16:31 Tómas sagðist þekkja alkóhólisma af eigin raun, hann hafi átt við þann djöful að stríða í 42 ár. Hann taldi vert að senda SÁÁ, Hlaðgerðarkoti og Krísuvíkursamtökunum opinn tékka til að gera það sem þyrfti. vísir/vilhelm Fjölmargir þingmenn stigu í púlt nú síðdegis til að ræða um notkun ópíóíðalyfja, þeirra á meðal Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. Hann vill opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkursamtakanna. Ópíóíðafaraldurinn hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Skuggalegar tölur um fráfall ungmenna vegna neyslu þessara efna hafa birst og krafan um viðbrögð hins opinbera er hávær. Ásmundur Friðriksson var málshefjandi en meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunni var Tómas, en hann segir þetta sér hjartfólgið umræðuefni, fíkniefni og alkóhólismi sem samheiti yfir slíkt. Þekkir vandann af eigin raun „Ég þekki þetta vel af eigin raun, undanfarin 42 ár. Ég myndi segja það að það væri ekki illa farið með fé ef að það væri opinn tékki til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur; bara að gera það sem þeir telji nauðsynlegt til þess að hjálpa þeim sem eiga við vanda að stríða,“ sagði Tómas í upphafi sinnar ræðu. Ásmundur Friðriksson málshefjandi sagði Tómas hafa flutt bestu ræðuna og við ættum að hlusta á reynslunnar smiði í þessum efnum.vísir/vilhelm Tómas sagði að huga þyrfti að fleiri hópum en þeim sem væru í bráðavanda. „Það eru þeir sem eru í neyslu í dag en eru ekki orðnir háðir fíknefnum. Og svo eru það þeir sem ekki eru byrjaðir í neinni neyslu af neinu tagi. Og það þarf að efla forvarnir þannig að fólk freistist ekki til þess að byrja að nota fíkniefni í nokkrum mæli,“ sagði Tómas og vitnaði síðan til fleygra ummæla Nancy Reagan, eiginkonu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, sem segja má að sé upphafsmaður ríkjandi refsistefnu sem margir vilja meina að hafi gengið sér til húðar. „Nancy Reagan var úthrópuð fyrir það að segja: „Say no to drugs.“ Hún meinti þá að þeir sem ekki eru byrjaðir að neyta, að þeir eiga að segja nei. Ekki þeir sem byrjaðir eru að neyta, það þýðir ekkert fyrir þá að segja nei ef þeir eru orðnir háðir þessu,“ sagði Tómas. Vinur Tómasar tók of stóran skammt Hann taldi að aldrei verði hægt að eyða nógu miklum peningum í það að hjálpa þeim sem eiga við veruleg vandamál að stríða í þessum efnum. „Ólafur vinur minn dó fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann var búinn að reyna í mörg ár að ná árangri. Hann tók of stóran skammt í eitt skipti þegar hann hélt að hann væri að skemmta sér. Þetta er stórvandamál í okkar þjóðfélagi í dag. Og því segi ég: Opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur og þeirra sem eru að vinna í þessum málum af einhverju viti.“ Ásmundur málshefjandi kom aftur í ræðustól Alþingis og sagði að vissulega væru sjónarmið ólík en menn hlytu að geta náð saman um viðbrögð. Hann lýsti því yfir að bestu ræðuna um málið hafi Tómas flutt. Alþingi Fíkn Meðferðarheimili SÁÁ Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. 29. apríl 2023 17:49 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ópíóíðafaraldurinn hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Skuggalegar tölur um fráfall ungmenna vegna neyslu þessara efna hafa birst og krafan um viðbrögð hins opinbera er hávær. Ásmundur Friðriksson var málshefjandi en meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunni var Tómas, en hann segir þetta sér hjartfólgið umræðuefni, fíkniefni og alkóhólismi sem samheiti yfir slíkt. Þekkir vandann af eigin raun „Ég þekki þetta vel af eigin raun, undanfarin 42 ár. Ég myndi segja það að það væri ekki illa farið með fé ef að það væri opinn tékki til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur; bara að gera það sem þeir telji nauðsynlegt til þess að hjálpa þeim sem eiga við vanda að stríða,“ sagði Tómas í upphafi sinnar ræðu. Ásmundur Friðriksson málshefjandi sagði Tómas hafa flutt bestu ræðuna og við ættum að hlusta á reynslunnar smiði í þessum efnum.vísir/vilhelm Tómas sagði að huga þyrfti að fleiri hópum en þeim sem væru í bráðavanda. „Það eru þeir sem eru í neyslu í dag en eru ekki orðnir háðir fíknefnum. Og svo eru það þeir sem ekki eru byrjaðir í neinni neyslu af neinu tagi. Og það þarf að efla forvarnir þannig að fólk freistist ekki til þess að byrja að nota fíkniefni í nokkrum mæli,“ sagði Tómas og vitnaði síðan til fleygra ummæla Nancy Reagan, eiginkonu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, sem segja má að sé upphafsmaður ríkjandi refsistefnu sem margir vilja meina að hafi gengið sér til húðar. „Nancy Reagan var úthrópuð fyrir það að segja: „Say no to drugs.“ Hún meinti þá að þeir sem ekki eru byrjaðir að neyta, að þeir eiga að segja nei. Ekki þeir sem byrjaðir eru að neyta, það þýðir ekkert fyrir þá að segja nei ef þeir eru orðnir háðir þessu,“ sagði Tómas. Vinur Tómasar tók of stóran skammt Hann taldi að aldrei verði hægt að eyða nógu miklum peningum í það að hjálpa þeim sem eiga við veruleg vandamál að stríða í þessum efnum. „Ólafur vinur minn dó fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann var búinn að reyna í mörg ár að ná árangri. Hann tók of stóran skammt í eitt skipti þegar hann hélt að hann væri að skemmta sér. Þetta er stórvandamál í okkar þjóðfélagi í dag. Og því segi ég: Opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur og þeirra sem eru að vinna í þessum málum af einhverju viti.“ Ásmundur málshefjandi kom aftur í ræðustól Alþingis og sagði að vissulega væru sjónarmið ólík en menn hlytu að geta náð saman um viðbrögð. Hann lýsti því yfir að bestu ræðuna um málið hafi Tómas flutt.
Alþingi Fíkn Meðferðarheimili SÁÁ Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. 29. apríl 2023 17:49 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. 29. apríl 2023 17:49
„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26