Frumsýning: Fóru á listrænt flug á hárgreiðslustofunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:30 Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband eftir Villa Jóns við lagið With You. Saga Sig Þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Systurnar svokallaðar voru að klára sína fyrstu plötu eftir mikla vinnu og frumsýna hér listrænt tónlistarmyndband við fyrsta smellinn sinn With You. „Við erum búnir að vera lengi að safna í sarpinn og í heildina hljóðrituðum við um tuttugu grunna af lögum sem við skárum svo niður í tíu,“ segir Eyþór Ingi í samtali við blaðamann. Platan mun heita One In A Million en sveitin hefur nú sent frá sér tvö lög á allar helstu streymisveitur. Annað þeirra heitir í höfuðið á plötunni og hitt er With You. „Þar kveður við nýjan tón en þetta er rokkballaða í anda níunda áratugarins. Sumir hafa heyrt Jet Black Joe áhrif í laginu og aðrir hafa gengið svo langt að spyrja hvort Palli Rós sé nokkuð að syngja bakraddir,“ segir Eyþór Ingi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem er eftir Villa Jóns: Klippa: Rock Paper Sisters - With You Eyþór Ingi segir að tónlistarmyndbandið hafi þróast á mjög skemmtilegan hátt. „Ég sat einfaldlega í rakstri hjá Villa vini mínum á Slippnum á Laugavegi. Þar drukkum við kaffi eins og vanalega og blöðruðum út í eitt eftir snyrtinguna. Ég leyfði honum að heyra lagið og hann sýndi mér mynd sem hann hafði teiknað sem mér þótti passa vel við síngúlinn. Hann er nefnilega afburða listamaður. Saman fórum við svo á flug og áður en ég vissi af vorum við búnir að hanna sjónrænt teiknimyndband fyrir lagið í hausnum á okkur. Villi lætur verkin tala og fór strax í málið. Honum er margt til lista lagt og er ég honum ótrúlega þakklátur fyrir skemmtilegt samstarf sem á bara eftir að vinda upp á sig.“ View this post on Instagram A post shared by Villi Jóns (@villi_jons) Platan er væntanleg á vínyl í haust og mun sveitin samhliða útgáfunni standa fyrir litlum útgáfutónleika túr. Rock Paper Sisters á æfingu.Villi Jóns Meðlimir sveitarinnar lifa allir viðburðaríku lífi og segja þeir það oft hafa verið þrautin þyngri að koma mönnum saman. Því hefur efnið verið í töluverðan tíma í vinnslu. „Við erum alveg ótrulega stoltir af þessari plötu. Hún markar ákveðin vatnaskil innan sveitarinnar, þar sem að við erum að þroskast sem band og smátt og smátt finna okkur sem hljómsveit,“ segja þessir tónlistarmenn. View this post on Instagram A post shared by Rock Paper Sisters (@rockpapersisters_official) Eyþór Ingi hljóðritaði og stýrði upptökum. Magnús Árni Øder mixaði og Gavin Lurssen masteraði plötuna en hann hefur masterað fyrir tónlistarfólk á borð við Robert Plant, Foo Fighters og Queens of The Stone Age. Hér má hlusta á Rock Paper Sisters á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Allt varð vitlaust þegar Eyþór og Sigga tóku Stjórnarsyrpu og sá síðhærði sá ekki textann Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttunum flytur Eyþór skemmtilega smelli ásamt stórsveit og fær einnig til sín gest sem aðstoðar hann á sviðinu. 29. apríl 2023 20:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum búnir að vera lengi að safna í sarpinn og í heildina hljóðrituðum við um tuttugu grunna af lögum sem við skárum svo niður í tíu,“ segir Eyþór Ingi í samtali við blaðamann. Platan mun heita One In A Million en sveitin hefur nú sent frá sér tvö lög á allar helstu streymisveitur. Annað þeirra heitir í höfuðið á plötunni og hitt er With You. „Þar kveður við nýjan tón en þetta er rokkballaða í anda níunda áratugarins. Sumir hafa heyrt Jet Black Joe áhrif í laginu og aðrir hafa gengið svo langt að spyrja hvort Palli Rós sé nokkuð að syngja bakraddir,“ segir Eyþór Ingi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem er eftir Villa Jóns: Klippa: Rock Paper Sisters - With You Eyþór Ingi segir að tónlistarmyndbandið hafi þróast á mjög skemmtilegan hátt. „Ég sat einfaldlega í rakstri hjá Villa vini mínum á Slippnum á Laugavegi. Þar drukkum við kaffi eins og vanalega og blöðruðum út í eitt eftir snyrtinguna. Ég leyfði honum að heyra lagið og hann sýndi mér mynd sem hann hafði teiknað sem mér þótti passa vel við síngúlinn. Hann er nefnilega afburða listamaður. Saman fórum við svo á flug og áður en ég vissi af vorum við búnir að hanna sjónrænt teiknimyndband fyrir lagið í hausnum á okkur. Villi lætur verkin tala og fór strax í málið. Honum er margt til lista lagt og er ég honum ótrúlega þakklátur fyrir skemmtilegt samstarf sem á bara eftir að vinda upp á sig.“ View this post on Instagram A post shared by Villi Jóns (@villi_jons) Platan er væntanleg á vínyl í haust og mun sveitin samhliða útgáfunni standa fyrir litlum útgáfutónleika túr. Rock Paper Sisters á æfingu.Villi Jóns Meðlimir sveitarinnar lifa allir viðburðaríku lífi og segja þeir það oft hafa verið þrautin þyngri að koma mönnum saman. Því hefur efnið verið í töluverðan tíma í vinnslu. „Við erum alveg ótrulega stoltir af þessari plötu. Hún markar ákveðin vatnaskil innan sveitarinnar, þar sem að við erum að þroskast sem band og smátt og smátt finna okkur sem hljómsveit,“ segja þessir tónlistarmenn. View this post on Instagram A post shared by Rock Paper Sisters (@rockpapersisters_official) Eyþór Ingi hljóðritaði og stýrði upptökum. Magnús Árni Øder mixaði og Gavin Lurssen masteraði plötuna en hann hefur masterað fyrir tónlistarfólk á borð við Robert Plant, Foo Fighters og Queens of The Stone Age. Hér má hlusta á Rock Paper Sisters á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Allt varð vitlaust þegar Eyþór og Sigga tóku Stjórnarsyrpu og sá síðhærði sá ekki textann Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttunum flytur Eyþór skemmtilega smelli ásamt stórsveit og fær einnig til sín gest sem aðstoðar hann á sviðinu. 29. apríl 2023 20:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Allt varð vitlaust þegar Eyþór og Sigga tóku Stjórnarsyrpu og sá síðhærði sá ekki textann Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttunum flytur Eyþór skemmtilega smelli ásamt stórsveit og fær einnig til sín gest sem aðstoðar hann á sviðinu. 29. apríl 2023 20:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“