Sport

Stuðningsmaður Þórs handtekinn á Hlíðarenda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Maðurinn var færður úr húsi í handjárnum.
Maðurinn var færður úr húsi í handjárnum. Skjáskot

Svo virðist sem kappið hafi borið fegurðina ofurliði þegar Þór frá Þorlákshöfn heimsótti Íslandsmeistara Vals í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Einn maður var leiddur út úr höllinni í handjárnum í upphafi síðari hálfleiks.

„Það er einhver alvöru hiti á pöllunum hérna úti í horni. Hér er lögreglan komin að skerast í leikinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, í lýsingu leiksins þegar þriðji leikhluti var um það bil hálfnaður.

Stuttu síðar kom svo í ljós að maður hafði verið handtekinn og leiddur út úr höllinni í handjárnum. Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn stuðningsmaður Þórs og á hann að hafa veist að og ráðist á stuðningsmann Vals í hálfleikshléinu.

Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndunum má sjá þegar tvær lögreglukonur færa manninn í járn. Sú þriðja bætist svo við stuttu síðar.

Nokkru síðar má svo sjá gæslumenn færa sig nær áður en maðurinn er lagður í jörðina. Honum er svo lyft á fætur og leiddur út í járnum með í það minnsta sex lögreglumenn í kringum sig.

Myndböndin má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Stuðningsmaður Þórs handtekinn
Klippa: Stuðningsmaður Þórs handtekinn
Klippa: Stuðningsmaður Þórs handtekinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×