„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 16. apríl 2023 22:34 Leifur Andri Leifsson er fyrirliði HK. VÍSIR/DANÍEL „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport. Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Örvar Eggertsson var vægast sagt þreyttur eftir leik, svo þreyttur að hann gat ekki komið í viðtal. Þá gerði Leifur það sem sannur fyrirliði gerir og mætti í hans stað. Hinn hárfagri kantmaður HK var eini leikmaðurinn sem kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm Ólafssyni í kvöld og skoraði í öðrum leiknum í röð. Örvar fékk háa sendingu inn fyrir vörn Fram og lagði boltann snyrtilega í netið. Leifur er ánægður með byrjun Örvars á tímabilinu. Örvar Eggertsson er af mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Kraftur hans nýtist honum óspart í leikjum.Vísir/Vilhelm „Hann er búinn að vera frábær núna, í fyrra líka og kemur vel ferskur inn í þetta tímabil. Við erum hrikalega ánægðir með hann og vitum alveg að hann er góður. Hann er okkar helsta vopn eins og staðan er í dag. En það eru fleiri líka.“ Fram skoraði glæsilegt mark í leiknum og eftir frábært spil upp hægri kantinn var há fyrirgjöf send inn á teiginn þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann af þriðju hæðinni í markið. Leifur var eðlilega ósáttur með að fá markið á sig en hrósaði gestunum. Kannski ekki annað hægt eftir slíka takta. „Já en samt eiginlega ekki, heldur bara hvernig aðdragandinn var að því. Ég þurfi að fara út úr teignum sem er ekkert sérstakt sem hafsent. Þú vilt vera að vernda teiginn. Ég þurfti að fara í færslu. Þetta var eiginilega skyndisókn. Jú, jú við vissum að Gummi er nautsterkur inni í teignum og það þarf að dekka hann. Hann fékk að komast á ferðina og klára þetta. Ekki ánægður nei en þetta var vel gert hjá þeim.“ Eftir að heimamenn jöfnuðu leikinn voru þeir kraflausir fram á við og ólíklegir til að vinna annan leikinn í röð. „Ég held að þetta hafi verið hræðsla við að tapa leiknum. Við vorum ekki nógu grimmir í að þora sækja á mörgum mönnum og keyra aðeins á þá. Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik. Svo jafnaðist leikurinn aðeins út í seinni. Við verðum bara að virða stigið.“ HK átti helling af hættulegum sóknum í fyrri hálfleik og voru hættulegri en gestirnir. Þrátt fyrir það var staðan 0-0 í hálfleik. „Já. Við áttum að fara inn í fyrri hálfleikinn allavega með tvö mörk finnst mér.“ Fjögur stig nýliðanna eru frá öllum hliðum séð stórfín en Leifur vill að sitt lið vinni alla heimaleiki. Fyrirfram hefði hann þó tekið stigin fjögur. Næsti leikur HK er á móti nágrönnum þeirra í Garðarbæ, Stjörnumönnum, á mánudaginn kl 19:15 á Samsungvellinum. Hann verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöð 2 sport.
Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn