Vilja loftslagsskatta á skip til að koma á orkuskiptum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 14:54 Belgískt skip á veiðum í Ermasundi. EPA Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni. Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Breska blaðið The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið hafi ekki brugðist við hugmyndum vísindamannana, sem gerðu greininguna fyrir fjögur umhverfisverndarsamtök. Þar á meðal samtökin Client Earth og Our Fish, sem berjast gegn ofveiði. Samkvæmt greiningunni hafa flotar Evrópusambandsríkja fengið 15,7 milljarða evra skattaafslætti af olíusköttum á tíu ára tímabili, frá árinu 2010 til 2020. En það eru rúmir 2.300 milljarðar íslenskra króna. Fáránlega lágar tillögur ESB Í dag eru olíuskattar á hvern líter af bensíni í Evrópu 67 evrusent, eða 100 íslenskar krónur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að lagðir verði á skattar á skip, en þó aðeins 3,6 evrusent á hvern líter, eða rúmar 4 krónur. „Þrátt fyrir að tillagan hljóði upp á fáránlega lága upphæð, hafa sum aðildarríki með stóra fiskiskipaútgerðir mótmælt henni og leggja til að skip þurfi áfram ekki að greiða neina olíuskatta,“ segir í greiningunni sem unnin var af Maartje Oostdijk, doktor við Háskóla Íslands, og Lauru G. Elsler, doktor við Stokkhólmsháskóla. Sé miðað við að skattlagningin sé 33 evrusent á lítrinn, eða 50 krónur, sé hægt að fjármagna ýmis umhverfis og öryggisverkefni á sjó og hægt að styðja við rannsóknir á orkuskiptum skipa. „Þessi skattlagning væri nóg til þess að greiða 20 þúsund sjómönnum laun í heilt ár og styðja við 6 þúsund orkuskiptaverkefni,“ segir í greiningunni. Fiskiþjóðir mótmæla Spánverjar eru með langstærsta fiskiskipaflota Evrópusambandsins, og telja rúmlega 21 prósent af heildarflotanum. Þar á eftir koma Frakkar með 11 prósent, Ítalir með 9, Hollendingar 8 og Danir og Portúgalar með 5 prósent. Spánverjar, Frakkar og Kýpverjar hafa mótmælt áætlunum Evrópusambandsins um 3,6 evrusenta skatt. Eins og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið setja á græna skatta á flug. Hefst gjaldtakan á næsta ári og mun stighækka á komandi árum. Íslendingar hafa beðið um undanþágu frá skattlagningunni, verði hún tekin upp í EES samninginn, í ljósi sérstöðu landsins. Það er að Ísland sé háðara flugsamgöngum en ríki meginlandsins þar sem til dæmis lestarferðir eru fýsilegur kostur. Algerlega óvíst er hins vegar hvort að Ísland fái undanþáguna og Íslendingar hafa hótað að beita neitunarvaldi í sameiginlegu EES nefndinni.
Loftslagsmál Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira