„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2023 16:15 Bjarni Magnússon var ánægður með sigur dagsins Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. „Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
„Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira