„Gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 16:01 Nanna gefur út nýtt lag í dag. Angela Ricciardi Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag. Lagið er samið af Nönnu og pródúserað af Josh Kauffman. Um er að ræða lag sem verður á væntanlegri sóló plötu hennar. Platan kemur út þann fimmta maí næstkomandi. Lagið samdi Nanna rétt áður en hún fór frá Íslandi til að taka upp í Dreamland Studios í New York í Bandaríkjunum. Dreamland er hljóðver sem staðsett er í gamalli kirkju og segir Nanna að það hafi haft áhrif á lagasmíðina. „Hljómburðurinn í salnum er afskaplega fallegur og gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur. Lagið var nokkuð hrátt þegar ég mæti með það út en þegar ég deildi hugmyndum mínum með Josh þá urðum við strax mjög spennt yfir þeim möguleikum sem lagið bjó yfir. Strax fannst okkur eins og að áferðir, brass og hljómburðurinn í kirkunni ætti að ráða ferð.“ Disaster Master fylgir eftir fyrstu tveimur smáskífum Nönnu, Godzilla og Crybaby af væntanlegri sóló plötu hennar, How to Start a Garden. Í sumar fer Nanna á tónleikaferðalag í Bandaríkjunum en í nóvember kemur hún fram á tveimur tónleikum hér á landi, nánar tiltekið á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Plötuumslagið fyrir How to Start a Garden.Aðsend Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lagið samdi Nanna rétt áður en hún fór frá Íslandi til að taka upp í Dreamland Studios í New York í Bandaríkjunum. Dreamland er hljóðver sem staðsett er í gamalli kirkju og segir Nanna að það hafi haft áhrif á lagasmíðina. „Hljómburðurinn í salnum er afskaplega fallegur og gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur. Lagið var nokkuð hrátt þegar ég mæti með það út en þegar ég deildi hugmyndum mínum með Josh þá urðum við strax mjög spennt yfir þeim möguleikum sem lagið bjó yfir. Strax fannst okkur eins og að áferðir, brass og hljómburðurinn í kirkunni ætti að ráða ferð.“ Disaster Master fylgir eftir fyrstu tveimur smáskífum Nönnu, Godzilla og Crybaby af væntanlegri sóló plötu hennar, How to Start a Garden. Í sumar fer Nanna á tónleikaferðalag í Bandaríkjunum en í nóvember kemur hún fram á tveimur tónleikum hér á landi, nánar tiltekið á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Plötuumslagið fyrir How to Start a Garden.Aðsend
Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira