Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 07:01 Fjarskiptasæstrengir á vegum Farice. Farice Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins. Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins.
Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28