„Opin rými eru bara andstyggileg“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2023 07:00 Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir mikilvægt að börn sem bíða eftir einhverfugreiningu fái þjónustu sem fyrst. Vísir/Vilhelm Leyfa þarf börnum sem bíða eftir einhverfugreiningu að njóta vafans og veita þeim þjónustu strax. Þetta segir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og bætir við að skólakerfið henti þessum hóp verr en áður þar sem stærri bekkir og opin rými reynast hópnum oft erfið. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem hún segir greininguna tryggja honum betri þjónustu. Nærri fjórtán hundruð börn bíða nú eftir einhverfu eða ADHD greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni en það eru nærri tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir dæmi um að liðið hafi allt að fimm ár frá því grunur vaknar hjá foreldrum fyrst um að barnið gæti verið með einhverfu þar til greining fæst. „Því að oft eru það leikskólarnir eða heilsugæslan sem að draga úr og segja við skulum leyfa barninu að njóta vafans og sjá til og bíða. Þá er beðið kannski í ár eða jafnvel tvö áður en nokkuð er gert. Þá fyrst kemstu inn á þessa grunnbiðlista hjá Félagsþjónustunni og svo þegar komin er frumniðurstaða þar þá ferðu á biðlistann hjá Geðheilsumiðstöð barna eða Greiningarstöð“ Mikilvægt að þjónustan komi strax Hún segir foreldra oft koma að lokuðum dyrum hjá skólunum áður en formleg greining er komin. Mikilvægt sé að börnin fái strax þjónustu þegar grunur vaknar um einhverfu. „Við bara viljum að um leið og það kemur upp grunur að þá einfaldlega fái barnið þjónustu og gengið sé út frá því að barnið sé einhverft þar til annað kemur í ljós. Það er töluverður misbrestur á þessu og aðallega í grunnskólakerfinu. Leikskólinn bregst betur við.“ Þá sagði Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar í viðtali við fréttastofu að skoða þurfi skólakerfið en sum börn passi ekki inn í það eins og það er núna. Þannig henti stórir bekkir oft verr börnum með einhverfu en fleiri börn úr því umhverfi leiti sér aðstoðar. Í dag er börnum stundum kennt í stærri bekkjum en áður og í sumum skólum er teymiskennsla þar sem öllum árganginum er jafnvel kennt saman og í sama rými. Þannig eru dæmi um að um fimmtíu börn séu í sama rýminu. Sigrún segir slíkt henta mörgum börnum illa. „Skólakerfið hentar okkar börnum mun verr núna og þessar stóru bekkjardeildir, stöðugt verið að flytja börnin á milli borða. Það eru kannski þrír kennarar með stóran hóp það er svo margt sem veldur óþægindum fyrir okkar hóp. Opin rými eru bara andstyggileg í rauninni. Það er mikið skynáreiti í þeim, oft óþægileg hljóð og svo eru náttúrlega litir og lýsing og margt annað sem getur truflað. Þetta er ekki gott fyrir nein börn. Hvað þá okkar börn eða ADHD börn. Þetta veldur bara róti og vanlíðan.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. 25. mars 2023 22:32 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem hún segir greininguna tryggja honum betri þjónustu. Nærri fjórtán hundruð börn bíða nú eftir einhverfu eða ADHD greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni en það eru nærri tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir dæmi um að liðið hafi allt að fimm ár frá því grunur vaknar hjá foreldrum fyrst um að barnið gæti verið með einhverfu þar til greining fæst. „Því að oft eru það leikskólarnir eða heilsugæslan sem að draga úr og segja við skulum leyfa barninu að njóta vafans og sjá til og bíða. Þá er beðið kannski í ár eða jafnvel tvö áður en nokkuð er gert. Þá fyrst kemstu inn á þessa grunnbiðlista hjá Félagsþjónustunni og svo þegar komin er frumniðurstaða þar þá ferðu á biðlistann hjá Geðheilsumiðstöð barna eða Greiningarstöð“ Mikilvægt að þjónustan komi strax Hún segir foreldra oft koma að lokuðum dyrum hjá skólunum áður en formleg greining er komin. Mikilvægt sé að börnin fái strax þjónustu þegar grunur vaknar um einhverfu. „Við bara viljum að um leið og það kemur upp grunur að þá einfaldlega fái barnið þjónustu og gengið sé út frá því að barnið sé einhverft þar til annað kemur í ljós. Það er töluverður misbrestur á þessu og aðallega í grunnskólakerfinu. Leikskólinn bregst betur við.“ Þá sagði Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar í viðtali við fréttastofu að skoða þurfi skólakerfið en sum börn passi ekki inn í það eins og það er núna. Þannig henti stórir bekkir oft verr börnum með einhverfu en fleiri börn úr því umhverfi leiti sér aðstoðar. Í dag er börnum stundum kennt í stærri bekkjum en áður og í sumum skólum er teymiskennsla þar sem öllum árganginum er jafnvel kennt saman og í sama rými. Þannig eru dæmi um að um fimmtíu börn séu í sama rýminu. Sigrún segir slíkt henta mörgum börnum illa. „Skólakerfið hentar okkar börnum mun verr núna og þessar stóru bekkjardeildir, stöðugt verið að flytja börnin á milli borða. Það eru kannski þrír kennarar með stóran hóp það er svo margt sem veldur óþægindum fyrir okkar hóp. Opin rými eru bara andstyggileg í rauninni. Það er mikið skynáreiti í þeim, oft óþægileg hljóð og svo eru náttúrlega litir og lýsing og margt annað sem getur truflað. Þetta er ekki gott fyrir nein börn. Hvað þá okkar börn eða ADHD börn. Þetta veldur bara róti og vanlíðan.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. 25. mars 2023 22:32 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01
Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. 25. mars 2023 22:32